- brot úr dómum á íslensku hér fyrir neðan -

WiDE SLUMBER FOR LEPIDOPTERISTS:

,,This work took the jury completely by surprise with its somnolent quality, a kind of Gesamtkunstwerk of artistic forces coming together. It stood out from all of the works submitted. A stunning artistic achievement, it achieves an exceptional plateau of aesthetic value. It stands on its own artistic merit, providing a compelling and engaging experience”. Joseph V. Melillo on behalf of the jury of Music Theatre NOW 2015

"A fantasia of poetry and colours, a mind expanding music and visual performance which opens doors into the inner and outer world of all that is". H.A. DV

"A great and magnificent weaving takes place onstage (...) extremely well done". Þ.S. VÍÐSJÁ, RÚV

"These groups (VaVaVoom & Bedroom Community) are practically able to create wizardry, as one witnessed repeatedly”. S.A. TMM

"Outstanding entertainment, a true feast for eyes and ears, a performance I can not stop thinking about and long for seeing again and again". Á.M. MBL

BREAKING NEWS:

"An utterly charming piece of puppet theatre (...) The deft touch with which S. Sunna Reynisdottir and Irena Stratieva manipulate their shared piece of fabric is crucial to the show's success. Their graceful, choreographed movements allow its star to display the body language of both a concerned humanitarian and jaded news anchor, while imbuing the second act with melancholic elegance (...) astonishing in its beauty and detail”. Lewis Porteous, FEST

"The puppeteer’s seamless delivery makes this a true visual treat. An absolute marvel!”. Jessica Cropper, Three Weeks

"Time after time, one was stunned by the innovation and captivated by the beauty that suddenly surrounded the performers (...) VaVaVoom Theatre is clearly a group with a vision...they express their vision through powerful artistic means”. S.A. TMM

“An incredibly beautiful visual art piece, full of surprising details, and the unison between puppet masters, puppets, props, light, sound and video art create a weirdly believable world, loaded with emotions and thoughts that appear to float around in the performance space (...) like a breath of fresh wind". A.R.J. VÍÐSJÁ, RÚV

"An absolute delight for both ears and eyes (...) it was, in one word, fascinating. It is clear that this production was created with knowledge, innovation and vision". E.B. Fréttablaðið


Brot úr dómum um ýmis leikverk sem Sigríður Sunna hefur unnið að:

ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

,,Verkið sjálft, leik­rit­ið, sagan, er fremur laust í reipum og leik­myndin grípur það á lofti. Sig­ríður Sunna Reyn­is­dóttir skapar umgjörð sem sam­anstendur af snún­ings­hurðum sem þjóna marg­vís­legum til­gangi en nið­ur­staðan er sú að engu (eða fáu) er að treysta, fólk birt­ist og hverfur líkt og í draumi og það er fátítt að sjá leik­mynd sem fangar svo ger­sam­lega anda leiktext­ans. Þessu er vand­lega fylgt eftir í bún­ing­um, lýs­ingu og mynd­bands­vinnu og úr verður fjöl­breyti­leg og lit­rík sjón­ræn heild sem ein og sér nægir til að halda athygli áhorf­anda frá upp­hafi til enda. Stíl­hrein og smekk­leg.” J.S.J Kjarninn

,,Búningar Sigríðar Sunnu Reynisdóttur voru í sannfærandi raunsæisstíl, og leikmyndin hennar studdi vel við flæðandi sviðsetninguna þar sem ólíkir þættir veruleika verksins runnu inn í hvern annan á fumlausan hátt. Lausn þar sem áherslan var greinilega á virkni fremur en raunsæislegan bakgrunn eða túlkun efnisins. Ég kann vel við þannig leikmyndir (…) Leiksýningin Ör er fágað verk með þunga undiröldu sem haldið er undir yfirborðinu allt til enda. Hér er traust borið til efnisins, til textans, til nostursamlegs raunsæis í leik. Það er gleðilegt þegar einmitt svona vinnubrögð skila þessum árangri.” Þ.B. MBL

,,..býr hún til lifandi leikmynd sem endurspeglar innra sálarlíf Jónarsar, fullt af óreiðu. Búningarnir eru einnig laglega útfærðir” S.J. Fréttablaðið

TVÍSKINNUNGUR

,,Á miðju litla sviðinu rís undarleg bygging úr köðlum, breið og margþætt efst og mjókkar niður. Hún minnir á grófgerðan (kóngulóar)vef eða kannski net eða kannski búr eða spíral og víst er það illur spírall sem lýst er í verkinu. Kaðalverkið er nýtt til hins ítrasta í verkinu og bætir þannig verulega við rými litla sviðsins og möguleika. Litla baksviðið og svalirnar eru sömuleiðis hugvitsamlega notuð sem leikrými og leikmunageymslur. Það er Sigríður Sunna Reynisdóttir sem gerir leikmynd og tilþrifamikla búninga.” D.K. Hugrás / DV

,,Það er setið nánast í hring utan um sviðið. Í miðju hringsins barnaklifurgrind úr sverum köðlum þar vísar Sigríður Sunna skemmtilega í þann köngulóarvef sem elskendurnir flækjast í í framvindunni; en niður í hann hrynja þau í upphafi og hann nýtist ákaflega vel í átökum þeirra (…) Hugvitsamlegir búningar og gervi styðja þau reyndar bæði ákaflega vel.” M.K. Víðsjá, RÚV

1984

,,Leikmynd Sigríðar Sunnu Reynisdóttur er snjöll í einfaldleika sínum. Fjöldinn allur af gráum tröppum sem brotnar eru upp með misstórum pöllum kallast sterklega á við grafíkverk hollenska listamannsins M.C. Escher sem með meistaralegum hætti nýtti sér óvenjuleg sjónarhorn og sjónskekkju til að fanga ómögulega hluti. Sá ómöguleiki kallast sterklega á við kröfu Flokksins um tvíhugsun og markvissa útvötnun á tungumálinu með þróun Nýmáls eða Nýsproks sem gerir hugsanaglæpi sjálfkrafa ógerlega. Tröppurnar mynda völundarhús þar sem persónur geta auðveldlega týnst í martraðarkenndum heimi verksins. Búningarnir þjóna sýningunni einnig afar vel". S.B.H. Morgunblaðið

,,Svið Sigríðar Sunnu Reynisdóttur var snilldarlegt: Mikil viðarbygging með útskotum og tröppum upp og niður og þó svo augljóst að þarna væri fólk innilokað, maður kæmist ekki neitt þótt maður vildi. Og veggirnir sem sýndust traustir og ógagnsæir reyndust með réttum tækjum verða gagnsæir þannig að auðvelt var að fylgjast með því sem fram fór handan þeirra. Búningar lýðsins voru einfaldir, gallabuxur og bolir, látlausir kjólar, en föt O‘Briens vandlega sniðin úr góðu efni". S.A. TMM

,,Tröppuvirki Sigríðar Sunnu Reynisdóttur býr til fínan tímalausan ópersónulegan leikvöll eftirlitsþjóðfélagsins og leynihólf ímyndunar og veruleika". M.K. VÍÐSJÁ. RÚV

,,Leikmynd Sigríðar Sunnu Reynisdóttur minnir á stiga M. C. Esch­er sem á snjallan hátt endurspeglar hugmyndafræðilega þennan öfugsnúna heim". S.J. Fréttablaðið

ÓÐUR OG FLEXA: RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI

,,Sviðsmynd, búningar og ljósahönnun eru stórkostlega unnin og spila gríðarstórt hlutverk í verkinu. Búningarnir eru konfekt fyrir augun og ásamt stóru led-ljósa-römmunum, litasprengjunni og snjallri ljósahönnuninni skapast grípandi andrúmsloft og sjónrænn unaður sem mun seint gleymast bæði ungum og eldri.”
Nína Hjálmarsdóttir – Morgunblaðið 

ÍÓ

,,öll hönnun sýningarinnar, gleður augað (…) Skuggamyndirnar eru sérlega vel heppnaðar og Íó birtist áhorfendum ljóslifandi. Leikmyndin er hugvitsamlega gerð (…) en það eru búningarnir hennar Sigríðar Sunnu sem glansa hér. Glitrandi kjólar, dansandi sandöldur og hafdjúpið bláa eru ævintýraleg, marglaga og koma sífellt á óvart". S.J. Fréttablaðið

VÍSINDASÝNING VILLA

,,Leikmynd og búningar Sigríðar Sunnu Reynisdóttur eru full af ljúfum leyndardómum skapandi ímyndunarafls". T.Ó. Starafugl

,,Leikmynd og búningar Sigríðar Sunnu Reynisdóttur eru vel útfærðir og skapa leiknum fína umgjörð. Leikmyndin samanstendur aðallega af grænum krítartöflum og hvítum tússtöflum sem luma sumar á skápum þar sem sjá má ýmis tæki, tilraunaglös og sýni (...). Röndóttar buxur Villa höfðu yfir sér trúðslegan blæ og missíður hvítur sloppur hans undirstrikaði mýtuna um viðutan vísindamanninn. Fyrsti búningur Völu vísaði með skemmtilegum hætti í karlafatatískuna á tímum Shakespeare meðan lokabúningurinn kallaðist á við rauðan kjól Satine sem Kidman túlkaði í Moulin Rouge". S.B.H. Morgunblaðið

HAMLET LITLI
,,Sýningin öll er ákaflega kraftmikil og sterk (...) Leikmyndin sjálf er ákaflega snjöll og skemmtileg; nánast eins og inni í pípuorgeli sé og í pípunum leynast gagnlegir leikmunir – reyndar einkenna hugmyndaauðgi og snjallar lausnir sýninguna í heild. Þá er lýsingin með miklum ágætum sem og búningar bráðskemmtilegir og vandaðir. Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið". J.B.G. Fréttablaðið

,,Sviðsbúnaður og búningar Sigríðar Sunnu Reynisdóttur eru ævintýralega litríkir, fallegir og spennandi: klassískur búningur Hamlets, hæfilega miðaldalegur kjóll Ófelíu, hauskúpan talandi, barbíbrúðurnar sem leika leikritið inni í leikritinu og þó fyrst og fremst hin stórkostlega Kládíusarbrúða sem leikararnir stjórna listilega”. S.A. Tímarit Máls og Menningar

,,Þetta er leikhús í sinni bestu mynd, óaðfinnanlegur leikur, sterkt handrit, góð leikstjórn og tæknivinna til fyrirmyndar. Sýningin er glæsileg, fyndin og forvitnileg, og höfðar jafnt til foreldra sem barna". B.L. Pressan

NÝJUSTU FRÉTTIR

,,Nýjustu fréttir er afskaplega fallegt sjónrænt listaverk, uppfullt af smáatriðum sem koma á óvart (...) samspil brúðumeistaranna tveggja, Sigríðar Sunnu og Írenu var ótrúlegt, þær virkuðu saman eins og ein manneskja og algerlega áreynslulaust. Það var líka hægt að greina kærleikann á milli þeirra og leikmunanna sem þær stjórnuðu. Má vera að galdurinn við leikbrúðulist sé meðal annars fólginn í því (...) Nýjustu fréttir VaVaVoom, koma eins og ferskur blær í íslenskt leiklistarlíf". Á.R.J. Víðsjá, RÚV

,,í einu orði heillandi (...) algert konfekt fyrir bæði eyru og augu (...) Hér er greinilega unnið af þekkingu, hugvitssemi og hugsjón". E.B. Fréttablaðið

,,Hvað eftir annað var maður forviða á hugkvæmninni og hugfanginn af fegurðinni (...) VaVaVoom-leikhúsið er greinilega hópur með hugsjón. Það er fagnaðarefni. Ennþá dýrmætara er þó að þetta unga fólk kann vel til verka og býr hugsjónum sínum áhrifamikinn listrænan búning". S.A. Tímarit Máls og Menningar

WiDE SLUMBER for Lepidopterists

,,dásamleg senan þegar fiðrildið Sunna Reynisdóttir brýst út úr púpu sinni í undursamlegum litbrigðaleik og þegar hún vefur silkiböndin utan um Alexi. Þessi sviðslistahópur (...) getur beinlínis galdrað eins og maður varð vitni að aftur og aftur”. S.A. Tímarit Máls og Menningar

,,Lífshringur þessa vængjaða skordýrs er settur í samhengi við svefnhring mannsins og útkoman er kynngimagnaður leikhúsgjörningur (...) Það sem eftir situr er ljóða-og litafantasía, hugvíkkandi tónlistar- og myndlistargjörningur sem opnar sýn inn í innri og ytri heima alls sem er". H.A. DV

,,framúrskarandi skemmtun, sannkölluð veisla fyrir augu og eyru og verk sem ég get ekki hætt að hugsa um og langar mikið til að sjá aftur og aftur" Á.M. MBL

,,Á sviðinu fer fram mikill og magnaður vefnaður, þar sem mýkt og formfesta takast á (...) virkilega vel gert" Þ.E.S. VÍðsjá, RÚV